Klakinn togar.
Hæ,
Héðan er ósköp fátt að frétta, nema hvað að ég hef saknað Klakans óvenju mikið upp á síðkastið og í raun meira heldur en oft áður. Ég lenti á spjalli við Þór vin minn í Árósum og hann er nýkominn heim úr 3ja vikna ferð á Íslandið og bara svona ægilega kátur pilturinn.
Ég fór að hugsa um klakann og sakna náttúrunnar alveg svakalega ásamt miðbæ Reykjavíkur, sem hefur alltaf átt smá reit í hjarta mínu, kaffibollar hjá Ellen systur, pabba og fleirum í fjölskyldunni og vinahópi. Ef ég næli mér í smá aur í vetur þá held ég að ég skelli mér í smá heimsókn, en ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramótin.
Næsta vika, raunar þessi vika ef Sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar, þá mun ég vinna hjá DHL á kvöldin. Ég var svona frekar súr yfir því að fá ekkert betra en þetta, en hef nú svona frekar séð jákvæðu hliðarnar á þessu og ætla mér að nýta daginn í annað en að skoða augnalokin að innan.
Börnin hafa verið hjá mér síðan á fimmtudag og það er búið að vera alveg ágætt með smá ágreiningi um hver fer með völd á svæðinu. Allt fellur svo í ljúfa löð á kvöldin sem betur fer.
Steini, Guðrún og börn og eilítið fleiri kíktu í snöggan kaffi hérna síðasta fimmtudag og það var virkilega ljúft. Þau fengu að gæða sér á Fjónskum sérréttum sem eru "brunsviger" og rygeost. Brunsviger er með eindæmum ólystugt að sjá. Karamellu og smjör grautur í frekar ríflegum skömmtum ofan á þykkt snúðadeig. Alveg hrikalega gott. Rygeost er svo eins og nafnið gefur til kynna reyktur ostur. Mjög gott að mínu mati...Þetta lagðist nú bara vel í gestina.
Jamm, meira hef ég nú ekki að segja.
sjáumst síðar og lifið heil.
Arnar Thor
Héðan er ósköp fátt að frétta, nema hvað að ég hef saknað Klakans óvenju mikið upp á síðkastið og í raun meira heldur en oft áður. Ég lenti á spjalli við Þór vin minn í Árósum og hann er nýkominn heim úr 3ja vikna ferð á Íslandið og bara svona ægilega kátur pilturinn.
Ég fór að hugsa um klakann og sakna náttúrunnar alveg svakalega ásamt miðbæ Reykjavíkur, sem hefur alltaf átt smá reit í hjarta mínu, kaffibollar hjá Ellen systur, pabba og fleirum í fjölskyldunni og vinahópi. Ef ég næli mér í smá aur í vetur þá held ég að ég skelli mér í smá heimsókn, en ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramótin.
Næsta vika, raunar þessi vika ef Sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar, þá mun ég vinna hjá DHL á kvöldin. Ég var svona frekar súr yfir því að fá ekkert betra en þetta, en hef nú svona frekar séð jákvæðu hliðarnar á þessu og ætla mér að nýta daginn í annað en að skoða augnalokin að innan.
Börnin hafa verið hjá mér síðan á fimmtudag og það er búið að vera alveg ágætt með smá ágreiningi um hver fer með völd á svæðinu. Allt fellur svo í ljúfa löð á kvöldin sem betur fer.
Steini, Guðrún og börn og eilítið fleiri kíktu í snöggan kaffi hérna síðasta fimmtudag og það var virkilega ljúft. Þau fengu að gæða sér á Fjónskum sérréttum sem eru "brunsviger" og rygeost. Brunsviger er með eindæmum ólystugt að sjá. Karamellu og smjör grautur í frekar ríflegum skömmtum ofan á þykkt snúðadeig. Alveg hrikalega gott. Rygeost er svo eins og nafnið gefur til kynna reyktur ostur. Mjög gott að mínu mati...Þetta lagðist nú bara vel í gestina.
Jamm, meira hef ég nú ekki að segja.
sjáumst síðar og lifið heil.
Arnar Thor
Ummæli
Klakinn togar!! Jamm skil það ósköp vel því grasið og allt hitt er alltaf svo fallega grænt í fjarska. Stundum þarf bara smá "áfyllingu" af því sem maður saknar, þá lagast allt. Væri gott ef þú gætir trítað þig með Íslandsferð eftir verkefnaskil; smá gulrót á þig :).
g